Þrjár bíómyndir á leiðinni

Nýverið und­ir­rituðu Auður Jóns­dótt­ir rit­höf­und­ur, Tinna Hrafns­dótt­ir, leik­kona, leik­stjóri og fram­leiðandi, og Val­gerður Bene­dikts­dótt­ir hjá Rétt­inda­stofu For­lags­ins vilja­yf­ir­lýs­ingu um gerð kvik­mynd­ar upp úr met­sölu­bók Auðar, Stóra skjálfta, sem fyr­ir­tæki Tinnu, Freyja Filmwork, mun fram­leiða. Mar­grét Örn­ólfs­dótt­ir verður ann­ar tveggja hand­rits­höf­unda. Stóri skjálfti kom út hjá Máli og menn­ingu fyr­ir síðustu jól og var til­nefnd til Íslensku bók­mennta­verðlaun­anna. Bók­in hlaut enn­frem­ur Íslensku bók­sala­verðlaun­in og til­nefn­ingu til Menn­ing­ar­verðlauna DV.

„Ég er veru­lega ánægð og þakk­lát fyr­ir traustið. Þetta er gríðarlega sterk og áhrifa­mik­il saga og margt við efnis­tök höf­und­ar sem er mjög spenn­andi fyr­ir kvik­mynda­miðil­inn. Að fá Mar­gréti Örn­ólfs­dótt­ur til liðs við okk­ur er líka mik­ill feng­ur,“ sagði Tinna Hrafnsdóttir í stuttu samtali við Morgunblaðið.

Stóri Skjálfti er ekki eina skáldssaga Auðar sem verður kvikmynduð á næstu árum. Baltasar Kormákur hefur endurnýjað forgangsrétt að Fólkinu í Kjallaranum síðan 2012 og Ásthildur Kjartansdóttir hjá Askja films er lang komin með handrit upp úr Tryggðarpanti. Áætlað er að tökur á þeirri mynd hefjist 2017.

Leave a Reply