Verk

aujaAuður Jónsdóttur er í hópi helstu rithöfunda Íslendinga. Fyrsta skáldsaga hennar, Stjórnlaus lukka, kom út árið 1998 og síðan þá hefur hún gefið út sjö skáldsögur og fjórar barnabækur.

Auður hefur tvisvar verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráð, hún hefur hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta einu sinni en fimm sinnum verið tilnefnd til þeirra, meðal annars í flokki fræðirita fyrir barnabók um afa sinn, Halldór Laxnes. Hún hefur jafnframt verið tilnefnd til annarra verðlauna og hlotið ýmsar aðrar viðurkenningar. Núna síðast hlaut hún sérstaka viðurkenningu úr rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins

Auður Jónsdóttir er fædd 30. mars 1973. Hún hefur lengst af starfað sem rithöfundur og sjálfstæður blaðamaður og hefur skrifað greinar og viðtöl fyrir ýmis tímarit, dagblöð og vefrit. Þekktust í þeim flokki eru skrif hennar fyrir Kjarnan.

Eitt frægasta skáldverk Auðar er Fólkið í Kjallaranum en Borgarleikhúsið sýndi leikverk byggt á bókinni fyrir fullu húsi veturinn 2010-2011.

Auður bjó um nokkurra ára skeið í Kaupmannahöfn og Barcelona ásamt eiginmanni sínum Þórarni Leifssyni, en þau búa nú í Berlín ásamt syninum Leifi Ottó, fæddum 2011.

Þrjár skáldsögur Auðar eru nú í smiðju kvikmyndagerðarfólks.


Skáldsögur
Stjórnlaus lukka 1998
Annað líf 2000
Fólkið í kjallaranum 2004
Tryggðarpantur 2006
Vetrarsól 2008
Ósjálfrátt  2012
Stóri skjálfti 2015

Smásögur
Gifting 1997
Feita mamman 2001
Litli lögfræðingurinn 2002
Casablanca 2003
Heillaráð Ófeigs 2004
Sjálfsmynd 2015Á leiði á ráðstefnu rithöfunda 2015
Á leið á ráðstefnu rithöfunda 2015

Barnabækur
Algjört frelsi 2001
Skrýtnastur er maður sjálfur 2002
Gagga og Ari 2002
Allt getur gerst 2003

Leikrit
Fólkið í kjallaranum 2011 (Leikgerð ásamt Ólafi Egilssyni.)